Andlitsmeðferðir

Hentar bæði fyrir dömur og herra Prenta Senda
28a48f8596cf342855c86c75eed380ca
Andlitsmeðferðir eru í boði bæði fyrir dömur og herra. Meðferðin tekur mið af húðgerð þinni, bæði litarhafti og rakastigi. Gefðu þér um 25 mínútur í tímann, meðferðin sjálf tekur 15 mínútur og tekur alltaf nokkrar mínútur að raða á og taka af. Flestir taka þessa meðferð samhliða líkamsmeðferð en Ultratone Futura Pro býður uppá þann möguleika að taka bæði líkama og andlit á sama tíma án þess að lengja nokkuð heildartímann.Andlitslyfting (Non surgical facelift): Þessi samþjappaða meðferð sameinar þéttingu húðarinnar og lyftingu vöðvanna til að strekkja og þétta útlínur andlitsins. Andlitsvöðvarnir þjálfast og lyftast, það dregur úr rákum, slöpp húð og vöðvar styrkjast og andlitið fær unglegra útlit.

Styrking grunnvöðva andlitsins (Deep Muscle Tone): Stundum hefur slaknað um of á húðinni og vöðvunum í andlitinu og pokar og fellingar myndast. Þessi meðferð sendir örvunarboð í grunnvöðva andlitsins, sem veldur því að það strekkist mjúklega á þeim og þeir lyftast og styrkjast. Þetta gefur unglegra útlit .

Styrking húðarinnar (Skin Tone): Þegar vöðvunum hefur verið lyft og þeir styrktir er mikilvægt að styrkja húðina. Þessi meðferð eykur framleiðslu á “elastin” og “collagen”, sem hjálpar til við að þétta húðina og veita henni teigjanleika.

Bjúglosun(Lymphatic Drainage): Hin lága tíðni sem notuð er í þessari meðferð nuddar andlitsvöðvana mjúklega og örvar sogæðakerfið til að draga úr bjúg og losa út úrgagnsefni. Þetta er rétta meðferðin til að hjálpa húðinni að hreinsa sig og gefur frísklegra útlit.

Dregið úr hrukkum (Wrinkle Reduction): Þessi meðferð notar mörg mismunandi örvunarboð til að endurnæra húðina, vöðvana og hina ýmsu tengivefi. Hún bætir einnig blóðflæði í háræðum og dregur úr fínum rákum í andliti. Þetta er rétta meðferðin eldra fók, sem þarf langtíma endurnýjum og styrkingu.

Blóðflæði (Circulation): Þessi milda meðferð er hönnuð til að auka blóðflæði og styrkja háræðarnar. Hún sléttar úr húðinni og hjálpar til við að yngja upp útlitið.

Nudd til að bæta rakastig húðarinnar (Hydrating Massage): Þessi meðferð er hönnuð til að losa þreytu og streitu úr andlitinu. Notuð eru mild og róandi örvunarboð til að slaka á og endurnæra þreytta húð og andlitsvöðva. Einnig losar þessi meðferð um sæluboðefni (endorfín) og eykur þar með vellíðan.

Viðhald á árangri (Maintenance): Þegar fullum árangri hefur verið náð er þessi meðferð notuð. Þessi samþjappaða meðferð fer í gegnum öll þau örvunarboð, sem tilheyra hinum sértækari meðferðum

Auglýsingar
  1. Engar athugasemdir ennþá.
  1. No trackbacks yet.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: